Spjall fyrir Chihuahua eigendur


  Breyttar sýningarreglur HRFÍ

  avatar
  Admin
  Admin

  Posts : 18
  Join date : 2009-02-04

  Breyttar sýningarreglur HRFÍ Empty Breyttar sýningarreglur HRFÍ

  Post  Admin on Wed Feb 04, 2009 5:31 am

  Tilkynning frá sýningastjórn

  Tvær breytingar á sýningareglum taka gildi 1. janúar 2009. Þær eru eftirfarandi:

  II. kafli, Sýningaskilmálar, 2. gr, fyrri mgr, breytist þannig, að í stað þess að kveða á um að sýnandi hunds verði að vera fullra 13 ára, skal hann að lágmarki verða 13. ára á árinu. Fer þá saman aldurslágmark sýnenda og eldri hóps ungra sýnenda, sbr. ákvæði XII kafla um unga sýnendur: "Aldurslágmark sýnanda hunds skal vera 13. ára (ártal gildir). Í dómi skal sýninganúmer hunds vera skýrt á hægri hlið sýnanda."

  XIV. kafli, Einkunna- og verðlaunaborðar, borðar fyrir einkunnir Excellent, Very Good, Good og Sufficient, breytast þannig að einn litur verður fyrir hverja einkunn:

  Excellent / 1. sæti: rauður borði
  Very Good / 2. sæti: blár borði
  Good / 3. sæti: gulur borði
  Sufficient / 4. sæti: grænn borði.

  Samræming á sýningareglum hundaræktarfélaga Norðurlandanna er nú í fullum gangi og gera má ráð fyrir frekari breytingum á reglum okkar þegar henni lýkur. Ekki er þó gert ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum á núverandi sýningakerfi. Þess má geta, að aðrar Norðurlandaþjóðir hyggjast taka upp FCI-einkunnir (Excellent, Very Good osfmv.) og haga borðalitum þannig að einn litur sé fyrir hverja einkunn.

  Þá hefur sýninganefnd, í samstarfi við stjórn HRFÍ, ákveðið að draga saman seglin í kostnaði við sýningar og hætta að veita hvítar og bláar rósettur fyrir alþjóðlegtmeistarastig annars vegar og BHT II sæti hins vegar. Þess í stað verður hægt að kaupa rósetturnar á kostnaðarverði á bás HRFÍ á sýningum eða á skrifstofu félagsins, eftir sýningar, gegn framvísun umsagnarblaðs. Eftir sem áður verða veittar rósettur fyrir besta hund tegundar og í úrslitum sýningar.

  Í öðrum fréttum má nefna, að þann 1. janúar 2009 taka í gildi nýjar reglur hjá aþjóðasamtökum hundaræktarfélaga, FCI, um aþjóðlegan sýningameistaratitil (C.I.E) fyrir þau hundakyn sem sett eru undir vinnupróf í FCI Breeds Nomenclature. Til að eiga kost á þessum nýja titli, þurfa hundar af viðkomandi kynjum að hafa hlotið fjögur aþjóðleg meistarastig (CACIB) í a.m.k. þremur löndum og undir þremur dómurum. Eitt ár og einn dagur þarf að lágmarki að líða á milli fyrsta og síðasta stigs. Stjórn HRFÍ hefur sótt um að fá sömu undanþágu vegna þessa titils og það hefur vegna IntCh titils; þ.e. að íslenskir hundar geti safnað stigunum hér á Íslandi, en frá þremur dómurum sem koma frá amk. þremur mismunandi löndum. FCI hefur einnig óskað eftir því að skammstafanir fyrir titla verði samræmdar á eftirfarandi hátt: C.I.B. (Alþjóðlegur fegurðarmeistari) - samsvarar núverandi INTCH / INTUCH skammstöfun C.I.T. (Alþjóðlegur vinnumeistari) C.I.E. (Alþjóðlegur sýningameistari) - nýi titillinn, sbr. að ofan.
  avatar
  Admin
  Admin

  Posts : 18
  Join date : 2009-02-04

  Breyttar sýningarreglur HRFÍ Empty Re: Breyttar sýningarreglur HRFÍ

  Post  Admin on Wed Feb 04, 2009 5:31 am

  Nýjar sýningareglur taka gildi 1. febrúar 2009


  Nýjar sýningareglur taka gildi 1. febrúar 2009. Í þeim er tekið mið af tillögum sem samþykktar voru á fundi hundaræktarfélaga Norðurlandanna (NKU) þann 7. janúar sl., en á næstu misserum munu félögin samræma sýningareglur sínar að verulegu leyti. Þá er nýr sýningameistaratitill FCI skilgreindur auk samsvarandi íslensks sýningameistaratitils.
  Vakin er sérstök athygli á eftirfarandi breytingum:
  Einn borðalitur verður fyrir hverja einkunn, rauður borði fyrir Excellent, blár fyrir Very good osfrmv.
  Heiðursverðlaun í unghunda- og ungliðaflokki falla niður
  Í meistaraflokki verður nú gefin einkunn líkt og í öðrum flokkum.
  Hundar skráðir í meistaraflokk eiga kost á íslensku meistarastigi, séu þeir ekki þegar íslenskir meistarar.
  Hundar skráðir í öldungaflokk eiga kost á íslensku meistarastigi.
  Tekin er út undanþága til að bera krít í feld nokkurra hundakynja.
  Skýrar er kveðið á um rétt til að mótmæla dómi.
  Heimild til endurgreiðslu sýningagjalda vegna veikinda hunds er felld niður.
  Skammstafanir á alþjóðlegum titlum FCI lagaðar að frönsku (að beiðni FCI). Skammstafanir á öðrum titilum lagaðar að ensku.
  Helstu breytingar verða kynntar sérstaklega á fulltrúarráðsfundi þann 11. febrúar.

  Bestu kveðjur,
  f.h. sýningastjórnar

  Lilja Dóra Halldórsdóttir

   Current date/time is Sun Apr 21, 2019 8:23 am